Um fyrirtækið


Hér er að finna ýmsar upplýsingar um starfsemi fyrirtækisins og myndir af verkum þess.

Eigandi er Sigurður B. Sigurjónsson. Fyrirtækið var skráð árið 1984 en hóf innréttingasmíði árið 1978.

Það hefur ætíð verið áhersla SBS innréttinga að skila vandaðri og góðri vinnu eins og margir geta vitnað til um.

Starfsmenn SBS innréttinga leggja sig fram við að vera vel skipulagðir og afhenta verk á réttum tíma.

Komið með eða sendið á póstfang teikningar, rissaðar hugmyndir eða teikningar eftir arkitekta. Einnig sjáum við um að teikna fyrir þig innréttingar eins og þú vilt hafa þær.

Við sérhæfum okkur í að smíða vandaðar eldhúsinnréttingar, baðinnréttingar, forstofuskápa, hjónaskápa, barnaskápa, fataherbergja, þvottahúsa, sjónvarpsskápa, bókaskápa, stofuskápa og m. fl.

Bjóðum upp á faglega ráðgjöf. Skoðið ykkur um á síðunni og kynnið ykkur einstaklega vandaðar og vel hannaðar innréttingar.